12/12/2024

Óskað eftir aðstoðarskólastjóra, íþróttakennara og stuðningsfulltrúa

Frá útskrift 10. bekkjarSamkvæmt fréttabréfinu Gagnvegi eru breytingar framundan í skólum á Hólmavík á næsta ári. Victor Örn Victorsson sem verið hefur skólastjóri við Grunnskólann á Hólmavík frá árinu 2000 tekur sér ársleyfi og Kolbrún Þorsteinsdóttir hefur sagt upp starfi skólastjóra við Leikskólann Lækjarbrekku. Í fundargerðum nefnda Strandabyggðar kemur fram að mælt er með að Kristján Sigurðsson sem verið hefur aðstoðarskólastjóri verði ráðinn skólastjóri og Guðrún Guðfinnsdóttir leikskólastjóri. Þá hefur verið auglýst eftir aðstoðarskólastjóra, íþróttakennara og stuðningsfulltúa við Grunnskólann og er umsóknarfrestur til 22. júní.