02/01/2025

Orkubú Vestfjarða hækkar rafmagnsverð

Samkvæmt frétt á ruv.is hefur Orkubú Vestfjarða tilkynnt hækkun á verðskrá. Fyrir raforkudreifingu er hækkunin að jafnaði um 10%, en sala á rafmagni hækkar um 6% og verðskrá fyrir hitaveitu um 8%. Hækkunin er rökstudd með hækkun á vísitölu neysluverðs og hækkun á gjaldskrá Landsnets fyrir raforkuflutning. Hækkun verðskrár fyrir sölu á rafmagni virðist tengd boðaðri hækkun hjá Landsvirkjun og fyrirhuguðum framkvæmdum í Mjólkárvirkjun. Hækkun á hitanum kemur m.a. til af því að Orkubúið þurfti að taka á sig mismun vegna láns sem tekið var þegar boruð var vinnsluhola í Tungudal haustið 2008. Ekkert vatn fannst en helmingur láns frá Orkusjóði upp á 180 milljónir féll á Orkubúið og þurfa neytendur að greiða það.