23/12/2024

Opnunartími sundlaugar á Hólmavík

Íþróttamiðstöðin Hólmavík hefur nú sent frá sér fréttatilkynningu um opnunartíma sundlaugarinnar um hátíðarnar. Er hann á þá leið að á aðfangadag og gamlársdag verður opið frá kl. 11:00 – 14:00, en lokað á jóladag og nýársdag. Á annan í jólum verður opið frá 14:00-19:00. Aðra daga verður opið á hefðbundnum tíma. Hólmvíkingum og nærsveitungum gefst þannig gott tækifæri til að slaka á í sundi og heitu pottunum bæði fyrir jól og áramótin.