22/12/2024

Opnunartími á Héraðsbókasafninu

Í fréttatilkynningu frá Héraðsbókasafninu á Hólmavík kemur fram að lokað verður annað kvöld, fimmtudaginn 10. maí og einnig fimmtudaginn 17. maí vegna þess að þá er uppstigningadagur. Þess í stað verður opið mánudaginn 14. maí milli klukkan 20:00-21:00. Bókasafnið er einnig opið alla virka skóladaga frá 8:40-12:00 og eru allir velkomnir á þeim tíma.