Vegurinn í Árneshrepp var opnaður í dag og er á vef Vegagerðarinnar sagður með hálkublettum frá Bjarnarfjarðarhálsi að Gjögri. Unnið var að opnun báðu megin frá í dag, samkvæmt fréttavefnum www.litlihjalli.it.is. Nokkuð er síðan vegurinn var opnaður síðast. Einnig er búið að opna veginn um Eyrarfjall í Djúpi, en hins vegar er hringvegurinn um Vestfirði enn lokaður um Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði. Spáð er hita um og yfir frostmark næstu daga.