Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri verður með opið hús í kennslu- og rannsóknafjárhúsunum að Hesti í Borgarfirði laugardaginn 24. mars næstkomandi frá kl. 13-17. Vakin er athygli á því að þetta er ekki sami dagur og kom fram í grein í Bændablaðinu á sínum tíma. Á opna húsinu verða m.a. kynnt rannsóknaverkefni í sauðfjárrækt á vegum Landbúnaðarháskólans og samstarfsaðila. Þá verða lambhrútar sem eru í afkvæmarannsókn kynntir og auk þess verða ýmsar hressilegar uppákomur yfir daginn ætlaðar bæði börnum og fullorðnum.
Þá hefur Landbúnaðarháskólinn fengið til liðs við sig mikinn fjölda fyrirtækja og stofnana sem verða með kynningar á vörum og þjónustu fyrir bæði sauðfjárbændur og aðra bændur á þessum opna degi. Kynning verður m.a. á:
– kennslu Landbúnaðarháskólans í sauðfjárrækt og jarðrækt
– rannsóknum í sauðfjárrækt og jarðrækt
– lamba- og ásetningsmerkjum frá nokkrum aðilum
– Fjárbók Bændasamtaka Íslands
– verkefninu “Beint frá býli”, sem fjallar um heimavinnslu og sölu afurða
– klippum og ýmiskonar fylgihlutum fyrir búrekstur
– ýmsum sauðburðarvörum
– gjafagrindum og afrúllurum
– áburði, fóðurbæti og fóðurefnum
– dráttarvélum, dekkjum og mottum
– kerrum, fjórhjólum ofl.
– slöngu-skítadreifara
– stálgrindahúsum
– ull og ullarvinnslu
– fjármála-, og ráðgjafaþjónustu
– ýmsu öðru!
Landbúnaðarháskólinn hvetur bændur og annað áhugafólk um íslenskan landbúnað að koma í heimsókn og kynna sér starfsemi skólans, auk þess að fá kynningu á ýmsum vörum og þjónustu fyrir landbúnaðinn.