22/12/2024

Ömmuveisla á Café Riis næsta laugardag

Café RiisSannkölluð ömmuveisla verður haldin á Café Riis n.k. laugardag ef næg þátttaka næst. Á matseðlinum verður ekta ömmumatur eins og þær hafa gert hann bestan á öllum tímum, alvöru lambasteikur ásamt öllu tilheyrandi meðlæti og sósum ásamt fleiri gómsætum ömmuréttum. Ömmuveislan er haldin af tilefni Sjómannadagsins sem verður haldinn annan sunnudag í júní að þessu sinni. Í tilkynningu frá veitingastaðnum Café Riis segir að tilkynna þurfi um þátttöku í Ömmuveisluna á morgun miðvikudag, svo hægt sé að gera ráð fyrir innkaupum í tíma. Síminn á Café Riis er 451-3567 og þar er opið frá morgni til kvölds í allt sumar.

Það er Bára Karlsdóttir yfirmatreiðslumeistari á Café Riis sem bregður sér í hlutverk ömmu okkar allra á í Ömmuveislunni á Café Riis n.k. laugardagskvöld.