22/12/2024

Ólympíuleikar trúbadora

Melodica Acoustic Festival og hið alþjóðlega trúbadorasamsæri kynna með stolti tónleikaferðalagið Ólympíuleika trúbadora. Föngulegur flokkur trúbadora mun næstu vikuna fara í tveimur hópum um landið og staldra meðal annars við á Ströndum. Verða tónleikar á Hótel Djúpavík mánudaginn 22. ágúst klukkan 21:00 og á Kaffi Galdur á Hólmavík þriðjudaginn 23. ágúst klukkan 21:00. Það verður þrumustuð og svakaleg trúbadorastemmning. Miðaverð verður miðað við 1.000 krónur og rennur andvirðið allt í að greiða ferðakostnað þeirra sem taka þátt í Ólympíuleikunum.