Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is var á rúntinum um Hólmavík í morgunsárið og varð þá vitni að undrum og stórmerkjum. Vinna við að fjarlægja olíutankana sem hafa staðið ónotaðir fyrir ofan vélsmiðuna Vík hófst í gær og nú í birtingu eru tveir menn að logskera sundur neðri tankinn. Síðan á að taka þann efri og húsið og leiðslurnar niður á bryggjuna líka. Lengi hefur staðið til að fjarlægja tankana og rekið hefur verið á eftir því af nefndum hreppsins. Ef fréttaritari þekkir sitt heimafólk rétt mun örugglega verða þarna í staðinn falleg brekka sem starfsmenn Strandabyggðar flýta sér að þökuleggja og snyrta.
Fréttamyndir: Ásdís Jónsdóttir – Gömul mynd: Jón Jónsson