14/10/2024

Ólafsdalshátíð sunnudaginn 11. ágúst

300-olafsdalur

Árleg Ólafsdalshátíð verður haldin sunnudaginn 11. ágúst og reyndar verða líka viðburðir á dagskrá hátíðarinnar daginn áður. Margt verður til gamans gert á Ólafsdalshátíðinni og er ókeypis aðgangur og skemmtiatriði. Dagskráin er birt hér að neðan. Nánari upplýsingar má fá á www.olafsdalur.is.

10. ágúst Undanfari hátíðar – „upphitun“

10:00 Gönguferð: hringur um Ólafsdal

Gengið upp úr skálinni ofan við skólahúsið, farinn hringur um dalinn á fjallsbrúnum og niður Taglið gegnt bænum (erfiðleikastig – tveir skór).

14:00 Námskeið: Vinnsla ullar og tóvinna

Námskeið fyrir börn og ungmenni í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélag Íslands.

11. ágúst Ólafsdalshátíð

11:00 Sala á miðum í Ólafsdalshappdrættinu hefst. Fjöldi góðra vinninga

Miðaverð kr. 500

12:00-17:00 Ólafsdalsmarkaðir og sýningar:

Lífrænt vottað Ólafsdalsgrænmeti – ostar – Erpsstaðaís – kræklingur – ber og margt fleira. Fjölbreyttur handverksmarkaður.

  • Ólafsdalsskólinn 1880-1907: fastasýning á 1. hæð skólahússins
  • Guðlaug og konurnar í Ólafsdal: ný sérsýning á 2. hæð skólahússins. Styrkt af Menningarráði Vesturlands
  • Matur- og matararhefðir við Breiðafjörð og á Ströndum: kynning á 2. hæð skólahússins í samvinnu við Þjóðfræðisetrið á Hólmavík.

13:00 HÁTÍÐARDAGSKRÁ

  • Ávarp: Fulltrúi stjórnar Ólafsdalsfélagsins
  • Ræða: Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra
  • Tónlist: Sigríður Thorlacius söngkona og Guðmundur Óskar Guðmundsson bassaleikari
  • Erindi: Kolfinna Jóhannesdóttir, skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar. Framhaldsnám í heimabyggð
  • Erindi: Halla Steinólfsdóttir, bóndi og varaformaður Ólafsdalsfélagsins. Landbúnaður 2013. Eitthvað nýtt
  • Tónlist: Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar Guðmundsson.
  • Kynnir: Jóhannes Kristjánsson, skemmtikraftur og eftirherma

15:00 Leikhópurinn Lotta sýnir Gilitrutt

Erindi á Langaloftinu á 2. hæð skólahússins:

  • 15:00 Sýningin „Guðlaug og konurnar í Ólafsdal“: Sigríður Jörundsdóttir, sagnfræðingur
  • 16:00 Torfi, verkfærin og vinnuhestarnir. Bjarni Guðmundsson, prófessor

16:30 Dregið í Ólafsdalshappdrættinu

Hestar teymdir undir börnum (frítt). Einnig verður boðið uppá ½ klst reiðtúra gegn gjaldi. Veitingar á sanngjörnu verði.