22/12/2024

Ólafsdalshátíð sunnudaginn 10. ágúst

juli 203

Á sunnudaginn verður mikið um dýrðir í Ólafsdal við Gilsfjörð, en þá er haldin árleg Ólafsdalshátíð, fjölbreytt og fjölskylduvæn að vanda. Á meðal þess sem í boði verður á hátíðinni er happdrætti Ólafsdalsfélagsins, leikritið Hrói höttur flutt af Leikhópnum Lottu og Alda Dís og Bragi Þór taka lagið.  Þá verður og grænmetismarkaður Ólafsdalsfélagsins, auk handverks- og matarmarkaðar þar sem áhersla er lögð á vörur úr héraðinu. Fyrirlestrar eru á dagskránni, m.a. mun Dominique Plédel Jónsson fjalla um sjálfbærni og lífræna ræktun, fræðsluganga um dalinn verður í boði og ýmislegt fleira. Kynnir verður Jóhannes Haukur Hauksson oddviti Dalabyggðar. Enginn aðgangseyrir er að Ólafsdalshátíð og allir velkomnir.

Dagskráin er sem hér segir:

10.00-13.00 Frábært tóvinnunámskeið fyrir börn og ungmenni í samstarfi v/Heimilisiðnaðarfélagið. Kennari: Marianne Guckelsberger. Verð 3.000 kr (efniskostnaður innifalinn). Skráning hjá Sólveigu í s. 821 9457 fram til 8. ágúst.

10.30-12.00 Gönguferð um fræðslustíginn í Ólafsdal með leiðsögn. Um 3 km ganga við allra hæfi.

11.00 Sala á miðum í Ólafsdalshappdrættinu hefst. 1. vinningur: ferð fyrir tvo að eigin vali til áfangastaðar í Evrópu með Icelandair. Fjöldi annarra góðra vinninga. Miðaverð kr. 500.

12.00-17.00 Ólafsdalsmarkaður og sýningar í skólahúsinu:

# Lífrænt vottað Ólafsdalsgrænmeti, Erpsstaðaís o.fl.

# Fjölbreyttur matar- og handverksmarkaður.

# Ólafsdalsskólinn 1880-1907: fastasýning á 1. hæð.

# Guðlaug og konurnar í Ólafsdal: sýning á 1. hæð.

# Dalir og Hólar – LITUR: Listsýning á 2. hæð í samvinnu við Nýpurhyrnu.

13.00 HÁTÍÐARDAGSKRÁ

Setning: Stjórnarmaður í Ólafsdalsfélaginu.

Ræða: Haraldur Benediktsson alþingismaður.

Tónlist: Alda Dís Arnardóttir söngkona og Bragi Þór Ólafsson gítarleikari.

Erindi: Hvers vegna Ólafsdalur? Sólveig Ólafsdóttir, staðarhaldari í Ólafsdal.

Erindi: Sjálfbærni í gær og í dag: Dominique Plédel Jónsson,

formaður Slow Food samtakanna á Íslandi.

Tónlist: Alda Dís Arnardóttir og Bragi Þór Ólafsson.

Kynnir: Jóhannes Haukur Hauksson oddviti Dalabyggðar.

15.00 Leikhópurinn Lotta sýnir Hróa hött.

16.30 Dregið í Ólafsdalshappdrættinu

Hestar teymdir undir börnum í boði húsbænda í Hvítadal.

Kaffi, djús, kleinur og flatkökur á sanngjörnu verði

ATH: netsamband er stopult í Ólafsdal og því er gestum ráðlagt að hafa með sér lausafé til að versla og taka þátt í happdrætti. Sjá nánar www.facebook.com/olafsdalur.