05/11/2024

Kaffidagur á Sauðfjársetrinu og Hagleiksmaðurinn Þorsteinn Magnússon

saevang2

Nú eru síðustu forvöð að sjá sögusýninguna Hagleiksmaðurinn Þorsteinn Magnússon á Hólmavík, en sú sýning hefur verið uppi í sérsýningarherbergi á Sauðfjársetrinu í Sævangi frá því á 10 ára afmæli Sauðfjársetursins 23. júní 2012. Hægt verður að skoða sýninguna um helgina, en hún verður svo tekin niður á mánudaginn og önnur sögusýning sett upp í hennar stað. Sunnudaginn 10. ágúst verður svokallaður kaffidagur í Sauðfjársetrinu þar sem tilboð verður á gæðakaffi og kökum á matseðli og kl. 16:00 flytur Jón Jónsson þjóðfræðingur stuttan skemmtilestur um kaffidrykkju Íslendinga, aðallega á 19. öld og byrjun 20. aldar.