22/12/2024

Ólafsdalshátíð á sunnudaginn!

Ólafsdalshátíð verður haldin á sunnudaginn 8. ágúst en þá er haldið upp á að 130 ár eru liðin frá stofnun fyrsta búnaðarskóla á Íslandi í Ólafsdal í Gilsfirði. Dagskráin að vegleg eins og sjá má hér að neðan og veðurspáin lofar góðu. M.a. mun leikhópurinn Lotta sýna hið vinsæla barnaleikrit um Hans klaufa og Ellen Kristjánsdóttir söngkona og Eyþór Gunnarsson tónlistarmaður skemmta gestum. Þá eru fræðandi göngu- og söguferðir í boði, ýmsar afurðir úr Dalabyggð og Reykhólasveit, m.a. úr matjurtagarðinum í Ólafsdal.
Síðan eru tvær áhugaverðar sýningar í Ólafsdalshúsinu. Aðgangur er ókeypis.

DAGSKRÁ

11.00
Undanfari hátíðar.
Gönguferð frá Ólafsdalshúsinu og inn í Hvarfsdal og Draugaskot undir leiðsögn Kristjáns Inga  Arnarssonar í Stórholti. Fremur auðveld ganga.

13.00-14.00
Ólafsdalur, frumkvöðlasetur 21. aldar.
Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Ólafsdalsfélagsins.
Ávarp: Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Undirritun samnings um Ólafsdal.
Söngskemmtun: Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson.

14.00-17.00
ÓLAFSDALSMARKAÐUR
MS í Búðardal býður ostasmakk með aðalbláberjum úr Reykhólasveit – kræklingur frá Nesskel – grænmeti úr matjurtagarðinum í Ólafsdal – ís frá Erpsstöðum – handverksmarkaður – afurðir úr hráefni frá Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum – kaffi, kleinur og safi í boði Ólafsdalsfélagsins – Dalaleir: leirlistakonan Sigríður Erla – hvannalamb frá Ytri-Fagradal o.fl.

14.15
"Í spor jarðyrkjumannsins Torfa":
stutt söguganga með Bjarna Guðmundssyni, prófessor á Hvanneyri.

15.00
Leikhópurinn Lotta sýnir barnaleikritið Hans klaufa sem er í frægðarför um landið.  Sýningin tekur tæpa klukkustund.

13.00-17.00
Afmælissýningin "Ólafsdalsskólinn 1880-1907" á 1. hæð Ólafsdalshússins.
Listsýningin "Dalir og Hólar – ferðateikningar" á 2. hæð Ólafsdalshússins.

Ólafsdalshappdrætti til styrktar félaginu (miðaverð 500 kr).
Hestar teymdir undir börnum – önnur húsdýr – slegið með orfi og ljá

Kaffihlaðborð á Skriðulandi kl. 13.00-23.30.

Athugið: netsamband er enn stopult í Ólafsdal og því eru gestir beðnir um að hafa með sér lausafé hafi þeir hug á að versla á markaði eða taka þátt í Ólafsdalshappdrætti.

www.olafsdalur.is