30/10/2024

Okkar menn komnir í mark

SÞá hafa "strákarnir okkar" í Vasa-göngunni allir lokið göngu. Birkir Þór Stefánsson náði frábærum árangri, varð í 1.876 sæti og vann sig upp um tæplega 500 sæti frá fyrstu tímatökustöðinni. Birkir endaði í sæti 3.705 í fyrra svo hann hefur bætt þann árangur um nærri því tvö þúsund sæti. Ragnar Bragason spreytti sig nú á göngunni í fyrsta skipti og náði sæti 3.448. Ragnar vann sig upp um nærri því 2.000 sæti milli fyrstu stöðvar og endamarksins. Þá stóð Rósmundur Númason sig líka afar vel, náði 6.044 sæti sem er bæting um tæplega 300 sæti frá því í göngunni 2008. Rósmundur var nærri því klukkutíma fljótari með gönguna í ár. Alls tóku um 40 Íslendingar þátt í göngunni að þessu sinni.

strandir.saudfjarsetur.is óska göngugörpunum og aðstandendum þeirra til hamingju með vel heppnaða göngu.