30/10/2024

Ókeypis námskeið um fjármál og fjármálalæsi á morgun

Miðvikudaginn 26. nóvember  verður haldið námskeið um fjármál heimilanna í samstarfi Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, Félagsmálaskóla alþýðu, Verkalýðsfélags Vestfirðinga, Ísafjarðarbæjar, Vesturbyggðar og Strandabyggðar. Þar verður fjallað um þætti eins og greiðslubyrði lána, geiðsluerfiðleika, verðbólgu, sparnað og heimilisbókhald. Námskeiðið verður fjarkennt til Hólmavíkur og verður fjarfundurinn á fyrstu hæð Þróunarsetursins að Höfðagötu 3 á Hólmavík. Námskeiðið hefst kl. 18.00 og stendur til 21.00, kennari er Henný Hinz hagfræðingur ASÍ.  Námskeiðið er frítt en nauðsynlegt er að skrá sig, en það má gera undir þessum tengli.