22/12/2024

Öflugur snjóbíll til Hólmavíkur

Í gærkvöld var Björgunarsveitinni Dagrenningu á Hólmavík afhendur öflugur snjóbíll sem sveitin festi kaup á frá Björgunarfélagi Árborgar. Mættu Árborgarmenn á staðinn með bílinn og í tilefni af afhendingunni komu björgunarsveitarmenn saman og skoðuðu bílinn með komumönnum og drukku kaffi með rjómavöfflum og öðrum veitingum. Nýi snjóbíllinn er af Leitner gerð eins og sá gamli, en er stærri og öflugri og betur útbúinn til björgunarstarfa. Nú er eldri snjóbíllinn til sölu en hann er Leitner 250 árgerð 1990.
Bíllinn er í ágætlega ökuhæfu standi, en þarfnast vissulega viðhalds. Þetta kemur fram á vefsíðu Dagrenningar – www.123.is/dagrenning – og þar eru fleiri myndir.

Stefán Jónsson formaður Dagrenningar tekur við bílnum – ljósm. www.123.is/dagrenning.