09/09/2024

Oddný S. Þórðardóttir oddviti í Árneshreppi

Á fréttavefnum www.litlihjalli.is er sagt frá því að nýkjörin hreppsnefnd Árneshrepps kom saman sl. miðvikudag. Þar var Oddný S. Þórðardóttir á Krossnesi kosin oddviti og Eva Sigurbjörnsdóttir í Djúpavík varaoddviti, en oddvitar eru kosnir árlega. Aðrir í hreppsnefnd eru þau Ingólfur Benediktsson Árnesi, Guðlaugur Ágústson í Norðurfirði og ný í hreppsnefnd er Elín Agla Briem Finnbogastaðaskóla.