07/12/2024

Nýtt hús undir Fiskmarkað á Hólmavík

Á síðasta fundi Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar Strandabyggðar var tekin fyrir umsókn sem borist hafði frá Fiskmarkaðinum á Hólmavík um lóð undir nýtt 280 fermetra hús undir starfsemina. Nefndin samþykkti lóðaúthlutunina, en í fundargerð kemur fram að gera þurfi uppfyllingu til að hægt verði að afhenda lóðina, en húsið á samkvæmt fundargerðinni að rísa á "bak við Vélsmiðjuna Vík". Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti síðan á fundi sínum 30. júní að ganga til samninga við Fiskmarkaðinn vegna lóðar, en ekki kemur fram hvort sveitarstjórn hafi einhverjar aðrar hugmyndir um staðsetningu eða fyrirkomulag.