22/12/2024

Nýtt gistihús risið á Drangsnesi

Ásbjörn Magnússon og Valgerður Magnúsdóttir á Drangsnesi hafa látið hendur standa fram úr ermum síðustu vikur og reist nýtt gistihús á Drangsnesi. Nýja húsið stendur rétt utan við klettinn Kerlingu sem þorpið er kennt við og þar með rétt við nýju sundlaugina á Drangsnesi. Húsið er að verða tilbúið til notkunar, en í því eru rúm fyrir 8 gesti í fjórum herbergjum. Ásbjörn og Valgerður voru einnig með gistingu á Drangsnesi síðasta sumar í leiguhúsnæði. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is var á Drangsnesi í dag og fékk að skoða nýja gistihúsið.

Ásbjörn Magnússon hefur einnig staðið fyrir sjóstangaveiði og siglingum með ferðamenn á bátnum Sundhana og áætlunarferðir í Grímsey verða á fimmtudögum og sunnudögum í sumar eins og í fyrra. Netfangið hjá þeim er sundhani@simnet.is og síminn 451-3238 eða 852-2538.

Gistihúsið

ferdathjonusta/580-gistisund3.jpg

ferdathjonusta/580-gistisund1.jpg

Gistihúsið er hið glæsilegasta – ljósm. Jón Jónsson