22/12/2024

Nýr staður valinn fyrir unglingalandsmót í sumar

Í fréttatilkynningu frá UMFÍ kemur fram að á stjórnarfundi Ungmennafélags Íslands, sem haldinn var á Sauðárkróki um helgina, lá fyrir bréf frá Héraðssambandi Strandamanna, HSS, þar sem fram kemur að sambandið treysti sér ekki til að halda Unglingalandsmót UMFÍ 2010 á Hólmavík en mótinu var úthlutað til þeirra á síðasta ári. Einnig lá fyrir bréf frá Héraðssambandi Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, HSH, þar sem óskað er eftir frestun á framkvæmd Unglingalandsmóts UMFÍ sem fer fram um verslunarmannahelgina í sumar til ársins 2010. Þetta var samþykkt á stjórnarfundi UMFÍ í ljósi þess að HSS hafði fallið frá sinni umsókn.

Samþykkt var að leita til sambandsaðila UMFÍ og þeim gefinn kostur á að taka að sér framkvæmd Unglingalandsmótsins í sumar. Nú þegar hafa fjórir aðilar gefið sig fram og óskað eftir því að taka að sér framkvæmd Unglingalandsmóts UMFÍ 2009.

Ákvörðun um mótsstað verður tekin af stjórn UMFÍ mánudaginn 16. febrúar næstkomandi.