22/11/2024

Nýr sæstrengur lagður yfir Steingrímsfjörð

Meðal helstu verkefna sumarsins hjá Orkubúi Vestfjarða á starfsvæði starfsmanna á Hólmavík er að leggja og tengja sæstreng yfir Steingímsfjörð á svipuðum stað og gamli strengurinn var og hefur verið unnið að því verkefni síðustu daga. Við verkið var notaður sérstakur prammi sem sést á meðfylgjandi mynd á bryggjunni á Hólmavík. Einnig verður í sumar unnið að frágangi vegna tengingar raforkukerfisins á Djúpi við kerfið á Ströndum, nýr millispennir tengdur á Nauteyri og nýir jarðstrengir teknir í notkun. Áfram verður unnið að endurnýjun spennistöðva í sveitum.

Þá liggur fyrir hjá starfsmönnum OV á Hólmavík að setja upp nýja spennistöð við Bröttugötu á Hólmavík og einnig eru framundan verkefni í spennistöðvunum á Nauteyri, við Kópnesbraut og sundlaugina á Hólmavík.