30/10/2024

Nýr rekstaraðili tekur við Kaffi Norðurfirði

Nýr rekstraraðili mun í vor taka við rekstri á Kaffi Norðurfirði sem var opnaður síðastliðið sumar. Það er Einar Óskar Sigurðsson nemi í ferðamálafræði hjá HÍ en hann hefur einnig starfsreynslu í veitingarekstri. Einar Óskar er vel kunnugur í Árneshreppi en hann er giftur Rakel Valgeirsdóttur frá Árnesi sem hefur unnið frá unga aldri á sumrin í Minja- og handverkshúsið Kört í Trékyllisvík. Stefnt er að því að Kaffi Norðurfjörður opni með sumaropnun um miðjan júní og þá geti gestir og gangandi komið við á þessum skemmtilega veitingastað í Árneshreppi. Þetta kemur fram á Litlahjalla í Trékyllisvík.