22/12/2024

Nýr gistimöguleiki á Drangsnesi

Nú í vor verður í boði nýr gistimöguleiki á Drangsnesi. Heitir nýja fyrirtækið Gistiþjónusta Sunnu og er til húsa að Holtagötu 10 á Drangsnesi. Fyrst um sinn er um að ræða gistingu í stóru og rúmgóðu herbergi á jarðhæð með eldhúskrók og baðherbergi. Verður boðið upp á gistingu í uppbúnum rúmum. Að sögn Sunnu Einarsdóttur er stefnt að því að opna gistiaðstöðuna í maí og ætlunin er að hafa opið allt árið. Síminn hjá Gistiþjónustu Sunnu er 451-3230 og tölvupóst er hægt að senda á holtag10@snerpa.is.

Holtagata 10 á Drangsnesi – Gistiþjónusta Sunnu