22/12/2024

Nýárstippleikur

Þá er stjórnandi tippleiks strandir.saudfjarsetur.is loksins búinn að jafna sig af jólaátinu og spá helgarinnar komin á vefinn. Það eru nágrannarnir á Hólmavík, Kristján Sigurðsson og Sigurður Marinó Þorvaldsson, sem eigast við um þessa helgi. Seðill helgarinnar samanstendur af enskum bikarleikjum sem eru oftar en ekki býsna strembnir, enda sést það á spánni að kapparnir eru ósammála um marga leiki, átta talsins – og þar eru fjölmörg óvænt úrslit innan um. Spárnar eru stuttar og hnitmiðaðar og greinilegt að kapparnir eru enn að jafna sig af reykta kjötinu rétt eins og stjórnandinn. Því er óþarfi að teygja lopann og rétt að kíkja beint á spár helgarinnar hér fyrir neðan:

1. Watford – Bolton

Kristján: Bolton tekur gamla liðið hans Elton Johns. Tákn: 2.

Siggi: Auðvitað mætti ætla að Bolton hefði það en ég veit nú hvað Watford eru góðir. Tákn: 1.

+++

2. Luton – Liverpool 

Kristján:  Ætli maður neyðist ekki til að veðja á Liverpool þó erfitt sé. Tákn: 2.

Siggi: Mínir menn vinna þetta – engin spurning. Tákn: 2.

+++

3. Norwich – West Ham

Kristján: Ég ætla að halda áfram með Norwich. Tákn: 1.

Siggi: Ég held að það verði gríðarleg barátta í þessum leik, en á samt eftir að enda í jafntefli. Tákn: X.

+++

4. Blackburn – QPR

Kristján: Blackburn tekur þetta. Tákn: 1.

Siggi: Blackburn eiga sjálfsagt eftir að brjóta einn eða tvo en QPR tekur þá. Tákn: 2.

+++

5. Sheff. Wed – Charlton

Kristján: Hermann og félagar vinna létt. Tákn: 2.

Siggi: Hér ætti Charlton að taka þá í nefið og halda það líka sjálfir, en ég veðja á heimasigur. Tákn: 1.

+++

6. Millvall – Everton

Kristján: Ætli Everton reyni ekki að girða sig í brók og taki þetta. Tákn: 2.

Siggi: Fátt um þetta að segja, Bítlarnir taka þennan. Tákn: 2.

+++

7. WBA – Reading

Kristján: Reading með Íslendingana í broddi fylkingar kemur á óvart og sigrar. Tákn: 2.

Siggi: Ég held með Reading en verð að láta mér nægja jafntefli. Tákn: X.

+++

8. Ipswich – Portsmouth

Kristján: Ipswich er mitt lið síðan í gamla daga. Tákn: 1.

Siggi: Harry Redknapp hefur nú alltaf verið minn maður og þeir verða bara að vinna þennan. Tákn: 2.

+++

9. Torquay – Birmingham

Kristján: Þetta veit ég ekkert um. Tákn: X

Siggi: Pass! Tákn: 2.

+++

10. Derby – Burnley

Kristján: Heimavöllurinn verður drjúgur. Tákn: 1.

Siggi: Burnley vantar Guðjón Þórðar til að vinna. Tákn: X.

+++

11. Wolves – Plymouth

Kristján: Úlfarnir vinna nokkuð létt. Tákn: 1.

Siggi: Úlfarnir taka þennan heima. Tákn: 1

+++

12. Preston – Crewe

Kristján: Preston hefur þetta. Tákn: 1.

Siggi: Preston tekur þennan létt. Tákn: 1.

+++

13. Brighton – Coventry

Kristján: Coventry sigrar fyrir Adda. Tákn: 2.

Siggi: Hér veðja ég á útisigur (bara fyrir Adda). Tákn: 2.

+++

Kristján: Þetta er nú meiri seðillinn. Nú ætla ég að nota happa og glappa aðferð. Það hlýtur að duga vel. Nýja árið hlýtur að verða mér gott og farsælt í ensku knattspyrnunni. Kveðja, Kristján.

Siggi: Þetta á eftir að vera mjög skemmtileg umferð sérstaklega þegar bikarleikir eru í gangi því nú veit maður ennþá minna en vanalega. En við Stjáni berjumst um sigurinn og megi sá betri vinna (ef það verður ég. Kveðja, Siggi Marri.