26/04/2024

Ný nöfn á mannanafnaskrá

Á fundum Mannanafnanefndar í október síðastliðnum voru kveðnir upp úrskurðir um ýmis nöfn sem sótt hefur verið um að bætt verði á mannanafnaskrá. Karlmannsnöfnunum Ylfingur og Jónsi hefur verið bætt við skrána, en nafninu Zion var hafnað. Kvenmannsnöfnunum Alíana, Alisa, Selina og Aríel var bætt við skrána, en nafninu Mia var hins vegar hafnað. Nafnið Aríel hafði áður einnig verið samþykkt sem karlmannsnafn og má vera borið af báðum kynjum, eins og t.d. nöfnin Blær, Júní og Auður.