22/12/2024

Ný Hvalsárrétt tekin í notkun

Á morgun, laugardaginn 15. september, verður réttað í nýrri rétt að Hvalsá í Hrútafirði. Af því tilefni býður Bæjarhreppur öllum viðstöddum upp á veislukaffi. Það er kvenfélagið Iðunn sem hefur veg og vanda af veitingunum. Venja er að leitarmenn og fé skili sér niður af fjöllum um kl. 14:00. Allir eru hjartanlega velkomnir.