Nú hefur nýrri heimasíðu Finnbogastaðaskóla í Trékyllisvík í Árneshreppi verið hleypt af stokkunum á vefslóðinni strandastelpur.blog.is. Þar er bloggað um skólastarfið og sagðar fréttir úr sveitinni. Finnbogastaðaskóli er minnsta menntastofnun á Íslandi, ásamt Grunnskólanum í Mjóafirði, með tvo nemendur en þar er líf, metnaður og fjör engu minna en hjá stærri skólum! Skólastjóri Finnbogastaðaskóla er Elín Agla Briem, sem tók við störfum nú í haust.
Nemendur Finnbogastaðaskóla kátar í fyrsta snjónum í haust, skólahúsið í baksýn.
– Ljósm. af vefnum www.strandastelpur.blog.is