29/04/2024

Kíkt á karókíæfingu

Nú er heldur betur farið að styttast í Karaoke-keppni vinnustaða á Ströndum, en hún fer fram í Bragganum á Hólmavík laugardaginn 13. október og hefst kl. 20:30. Þar munu sjö eldhressir keppendur frá jafnmörgum vinnustöðum flytja tvö lög hver, en æfingar hafa staðið yfir frá því í byrjun vikunnar. Á laugardaginn verður einnig haldið frábært steikarhlaðborð á Café Riis og eftir keppni verður haldinn stórdansleikur með hljómsveitinni Kokkteil í Bragganum. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is kíkti við á æfingu í Bragganum í kvöld, en þar voru keppendur í góðu stuði og undu sér vel við pizzaát, gos- og bjórþamb milli þess sem þeir sungu lögin sem munu fá að óma í keppninni á laugardaginn.

Lagalistinn verður birtur hér á vefnum síðar í dag.

1

Siggi Atla þenur raddböndin fyrir Strandagaldur, en Siggi var valinn skemmtilegasti keppandinn í keppninni í fyrra.

bottom

Arnar Jónsson keppir fyrir Sauðfjársetur á Ströndum.

Salbjörg Engilbertsdóttir keppir fyrir Skrifstofu Strandabyggðar og Hlíf Hrólfsdóttir fyrir Leikskólann Lækjarbrekku. Þarna veitir Hlíf Salbjörgu andlegan stuðning við erfiða nótu.

atburdir/2007/580-karaefing2.jpg

Jón Gústi Jónsson lifir sig inn í sönginn og gleymir um stund hnéaðgerðinni sem hann fer í á föstudagsmorguninn. Jón Gústi keppir fyrir Hólmadrang.

atburdir/2007/580-karaefing1.jpg

Því miður náðist engin mynd af Halldóri Jónssyni að syngja fyrir Vegagerðina, en það gerði hann svo sannarlega. Nánustu aðstandendur, sem og Dóri sjálfur, eru beðnir velvirðingar á þessari myndbirtingu. Það skal tekið fram að myndin er sviðsett. 🙂

atburdir/2007/580-karaefing6.jpg

Notalega stemmning í Bragganum – nú vantar bara gestina sem væntanlega fjölmenna á laugardaginn.

Ásdís Jónsdóttir keppir fyrir Ferðaþjónustuna Kirkjuból og er aldursforseti keppninnar að þessu sinni, þó sennilega sé hún yngst í anda.

Ljósm. Arnar S. Jónsson