23/12/2024

Norðurljós við Steingrímsfjörð

Í kvöld lýstu Norðurljósin upp Steingrímsfjörðinn svo unun var á að líta. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is var á ferðinni með myndavélina og smellti af myndum af norðurljósunum og golfskálanum í Skeljavík, með ljósin á Hólmavík í baksýn. Á Vísindavefnum eru ljósin útskýrð þannig: "Frá sólinni berst í sífellu svonefndur sólvindur sem er straumur rafhlaðinna agna. Þegar vindurinn nálgast jörðina hrindir segulsvið jarðarinnar honum frá sér nema í kringum segulpólana. Þar sleppur eitthvað af ögnunum inn í segulsviðið."

"Þegar eindirnar rekast á lofthjúp jarðar, í um 100-250 km hæð, örvast sameindir og frumeindir í hjúpnum og þær senda frá sér sýnilegt ljós sem við köllum norður- eða suðurljós."

bottom

frettamyndir/2012/640-nordlj2.jpg

Norðurljós á Ströndum – ljósm. Jón Jónsson