22/12/2024

Norðurljós syngja syðra

Kvennakórinn Norðurljós frá Hólmavík og nærsveitum heldur tónleika í Árbæjarkirkju í Reykjavík nú á laugardaginn, þann 22. október. Hefjast tónleikarnir kl. 14.00 og er miðaverð 2000 og posi á staðnum. Létt efnisskrá og gleði við völd. Stjórnandi kvennakórsins er Sigríður Óladóttir og undirleikarar Viðar Guðmundsson og Gunnlaugur Bjarnason. Strandamenn syðra eru hvattir til að fjölmenna á skemmtilega tónleika.