22/12/2024

Norðlægar áttir

Veðurspáin næsta sólarhringinn segir til um norðlæga átt, 5-10 m/s, og stöku él. Síðan á að bæta heldur í vind og ofankomu í kvöld. Frost 0-6 stig. Snjór er á vegi samkvæmt vef Vegagerðarinnar en verið að moka milli Drangsness og Hólmavíkur og suður Strandir frá Hólmavík. Þungfært er út Langadalsströndina og í Bjarnarfjörð frá Drangsnesi. Ófært um Bjarnarfjarðarháls og norður í Árneshrepp, þar sem kominn er töluverður snjór.