Í fréttatilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum kemur fram að talsveður erill var hjá lögreglunni í vikunni sem var að líða, enda margir á ferli og talsverð umferð um þjóðvegi umdæmisins. Skemmtanahald fór nokkuð vel fram og án mikilla afskipta lögreglu. Fimm tilkynningar bárust til lögreglu um að ekið hafi verið á sauðfé og vill lögregla kom því á framfæri að ökumenn gæti varúðar þar sem sauðfé er nálægt vegi.
Fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu. Föstudaginn 7. júlí fauk hjólhýsi á hliðina í snarpri vindhviðu á Barðastrandarvegi skammt frá bænum Hvammi og urðu talsverðar skemmdir á hjólhýsinu. Hin þrjú óhöppin voru minniháttar.
Átta ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur og sá sem hraðast ók, var mældur á 142 km/klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst. Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur.