22/12/2024

Nóg að gerast hjá kvennakórnum Norðurljós

Það hefur mikið verið í gangi hjá kvennakórnum Norðurljósum á Hólmavík íundanfarið. Þar ber einna hæst upptökur fyrir væntanlegan hljómdisk kórsins. Kórinn vann sleitulaust að upptökum dagana 10.-12. apríl ásamt þeim Gunnari Þórðarsyni, Sakkarías Gunnarssyni og Kjartan Valdimarssyni sem önnuðust undirleik og upptökustjórn, ásamt útsetningu. Í dag, verkalýðsdaginn 1. maí, verða hinir árlegu vortónleikar kórsins síðan haldnir í  Hólmavíkurkirkju og hefjast kl. 14:00.  Dagskráin verður fjölbreytt, en stjórnandi kórsins er Sigríður Óladóttir og undirleikari Viðar Guðmundsson. Eftir tónleikana verður gestum síðan boðið til kaffisamsætis í félagsheimilinu.

Meðal frekari afreka kórsins í aprílmánuði má nefna að áður en ráðist var í upptökur var farið í heimsókn til karlakórsins Lóuþræla á Hvammstanga. Þar söng kvennakórinn nokkur lög við undirleik Viðars Guðmundssonar, og síðan þrjú lög með karlakórnum í lokin. Ekki var atburðum þó lokið við þá heimsókn því laugardaginn 19. apríl komu Söngbræður úr Borgarfirði í heimsókn og héldu tónleika í kirkjunni. Stjórnandi og undirleikari þeirra er Viðar Guðmundsson, og stjórnaði hann og lék undir frábæran söng þeirra borgfirsku bræðra allra. Kvennakórinn söng á þessum tónleikum nokkur lög, bæði einar sér og sjálfar, og með þeim bræðrum. Tónleikar þessi voru hin besta skemmtan, og eftir tónleikana buðu kvennakórs konur þeim í súpu og brauð á Café Riis.

S

frettamyndir/2008/580-kvennakor1.jpg

frettamyndir/2008/580-kvennakor3.jpg

frettamyndir/2008/580-kvennakor5.jpg