22/12/2024

Nettenging hnökrótt

Netið komið í lagRitstjórnarskrifstofa strandir.saudfjarsetur.is hefur ekki verið í netsambandi í dag og netsamband hefur reyndar verið frekar hnökrótt síðustu daga. Netsamband við örbylgjutengingu Snerpu á Drangsnesi og í sveitum sunnan Hólmavíkur fór út í rokinu í nótt, þegar loftnetsdiskur í Sævangi snerist. Við athugun kom í ljós að báðir diskarnir þar snéru að Drangsnesi, en annar þeirri átti að benda á Hólmavík. Honum var snúið frá villu síns vegar nú laust fyrir hádegi og við það komst samband á að nýju.