22/12/2024

Náttúrustofa Vestfjarða á súpufundi á Hólmavík

Súpufundir Þróunarsetursins á Hólmavík eru hafnir að nýju og eru eins og síðasta vetur í hádeginu á fimmtudögum. Næst í röðinni til að kynna starfsemi sína er Náttúrustofa Vestfjarða og verður hún til umfjölllunar næsta fimmtudag, 12. nóvember kl. 12:00-13:00, á Café Riis á Hólmavík. Það verður Hafdís Sturlaugsdóttir starfsmaður Náttúrustofunnar á Hólmavík sem sér um kynninguna. Allir sem áhuga hafa eru velkomnir á súpufundi á Hólmavík.