11/10/2024

Námskeið í heimavinnslu mjólkurafurða

Fyrirhugað er að halda námskeið með yfirskriftina Heimavinnslu mjólkurafurða með áherslu á ostagerð, á reykhólum eða Hólmavík þann 19. október. Námskeiðið er haldið af verkefninu Veisla að vestan í samvinnu við Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Landbúnaðarháskólann, en það er eitt af markmiðum verkefnisins að auka vöruframboð úr vestfirskum afurðum. Námskeiðið er opið öllum sem áhuga hafa á heimavinnslu mjólkurafurða, t.d. ferðaþjónum, heimilum, frumkvöðlum og bændum.

Á námskeiðinu verður farið náið í einstaka þætti ostaframleiðslu. Framleiðsla einstakra ostategunda skoðuð, til að fá tilfinningu fyrir hver er munur á framleiðslu á t.d. skyri, brauðosti, gráðosti og smurostum og hvað þarf til. Gerðar verða verklegar tilraunir/sýnikennsla með einfalda framleiðslu. Rætt um möguleika heimaframleiðslu og gerður samanburður við hefðbundna mjólkurvinnslu. Rætt ýtarlegar um tæki, tól og aðstöðu, sem þarf fyrir hverja ostategund. Umræður um framleiðsluaðstæður og möguleika þáttakenda. 

Leiðbeinandi: Þórarinn Egill Sveinsson, mjólkurverkfræðingur
Staður og stund:   19. október kl 10:00-17:30 (8,5 kennslustundir)
Verð: 12.000.- kr.
Skráningar: endurmenntun@lbhi.is eða í síma 843 5302 / 433 5000 (fram komi nafn, kennitala, heimili og sími).
Einstaklingar á lögbýlum eiga möguleika á að sækja um styrk hjá Starfsmenntasjóði bænda (www.bondi.is).