22/12/2024

Nám í stjórnun og rekstri í ferðaþjónustu


Háskólinn á Bifröst býður nú í fyrsta sinn nám í stjórnun og rekstri í ferðaþjónustu. Fyrirhugað er að halda kynningarfundi um námið í hádeginu í dag, þriðjudaginn 25. september, á Hótel Bjarkalundi kl.12-13 og í Skor, þróunarsetrinu á Patreksfirði kl. 20-21. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir ferðaþjónustuna á á Ströndum, Reykhólasveit og sunnanverðum Vestfjörðum til að kynna sér þetta spennandi nám. Nánari upplýsingar fást einnig á heimasíðu skólans – www.bifrost.is. Ef einhverjar spurningar vakna þá hvet ég ykkur að hafa samband á netfangið brynjar@bifrost.is  en við vonum að sem flestir sjái sér fært um að mæta á kynningarfundina.