30/10/2024

Myndir frá verðlaunaafhendingu

Eins og alþjóð er nú kunnugt gerðu krakkarnir í Hólmavíkurskóla góða ferð á Sjávarútvegs-sýninguna í Reykjavík þar sem þeim voru afhent 1. verðlaun í vefsíðusamkeppni á milli grunnskólanna. Komu þau heim með fartölvu, sjávarpa og stafræna vídeótökuvél í vinninga og voru hin ánægðustu með skemmtilega ferð. Það var Grandaskóli í Reykjavík sem var í öðru sæti í keppninni og Garðaskóli í Garðabæ varð í þriðja sæti. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem teknar voru við verðlaunaafhendinguna, myndasmiðir eru Kristín S. Einarsdóttir og Alfreð Símonarson.

Ljósm. Alfreð Símonarson og Kristín S. Einarsdóttir