22/12/2024

Myndir frá þorrablóti

580-torri06

Það var geysilegt fjör og gríðarleg stemmning á þorrablótinu á Hólmavík sem var haldið sl. laugardag. Eins og venja er á slíkum samkomum voru þjóðlegar kræsingar á borðum og gleðin við völd. Kvenfólkið á Hólmavík sér jafnan um skemmtiatriði á þorrablótum og margir höfðu á orði að þau hafi sjaldan heppnast betur en einmitt þetta kvöld. Eftir að allir höfðu borðað sig sadda og hlegið sig máttlausa kláruðu menn kraftana við dans fram á rauða nótt við undirleik Halla og Þórunnar. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is, Arnar S. Jónsson, var á staðnum og smellti af í gríð og erg. Afraksturinn má sjá með því að kíkja í Myndasafnið hér vinstra megin á síðunni eða smella hér. Einnig er hægt að sjá smá sýnishorn hér fyrir neðan:

 580-torri06-5 580-torri06-4 580-torri06-3 580-torri06-2

Ljósm. Arnar S. Jónsson