Mikið var um að vera um síðustu helgi á Hólmavík þegar Hamingjudagar voru haldnir þar. Hér birtum við nokkrar myndir frá hátíðahöldunum á laugardeginum í grennd við sviðið í Kirkjuhvamminum. Dagskráin var fjölbreytt og skiptust á skin og skúrir – þarna var hljómsveitarkeppni og margvísleg tónlistaratriði, Brúðubíllinn sýndi atriði og Leiksmiðja undir stjórn Skúla Gautasonar og Þórhildar Örvarsdóttir fór um svæðið. Strandahestar voru á staðnum, listsýningar, sölubásar og leiktæki fyrir börnin að hoppa á.
Frá Hamingjudögum – ljósm. Jón Jónsson