22/12/2024

Myndarleg ísing

150-ising1Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is – Jón Jónsson – rakst á þessa girðingu í dag, sem státaði af allmyndarlegri ísingu á um það bil 100 metra kafla. Girðingin stendur við á og virðist sem væta hafi fokið af ánni á girðinguna í þann mund sem frysti í dag og afleiðingin varð þessi ísing sem var á bilinu 5-10 sm á þykkt. Glöggir Strandamenn geta spreytt sig á að þekkja bæinn sem sést á myndinni hér til hægri, þegar hún er stækkuð, í gegnum eitt gatið á girðingarnetinu.

580-ising1
Ljósm. Jón Jónsson.