12/09/2024

Munu taka upp hætti farfuglanna

Öllum hefðbundnum búskap hefur verið hætt á Munaðarnesi í Árneshreppi sem hefur verið nyrsti bær í heilsársbyggð á Ströndum um langt árabil. Hjónin Guðmundur G. Jónsson og Sólveig Jónsdóttir hafa flutt á Grundarfjörð en þau felldu mestallt fé í fyrrahaust og voru með nokkrar rollur þar til nú í haust. Að sögn þeirra hjóna þá ætla þau sér að taka upp hætti farfuglanna og vera á Munaðarnesi yfir sumartímann, frá vori fram á haust.