13/10/2024

Mjög hvasst á Ströndum í nótt

Mjög hvasst var í nótt á Ströndum og fór vindhraði í 30 metra á sekúndu að jafnaði og 37 m/sek í hviðum á Steingrímsfjarðarheiði. Þar fauk bíll út af vegi í nótt, en ekki varð slys á fólki og björgunarsveitin á Hólmavík kom til hjálpar. Rafmagn fór í Árneshreppi í nótt, vegna sjávarseltu, en var komið inn aftur í morgun. Í Skeljavík við Hólmavík fór vindur í 31 m/sek í hviðum í nótt og 32 m/sek á Gjögurflugvelli samkvæmt vef Veðurstofunnar.