22/11/2024

Minningarmót og firmakeppni

Ingimundur og Karl Þór með bikarinnÍ gær var spilakvöld hjá Bridgefélagi Hólmavíkur og var spilaður tvímenningur. Spiluðu sjö pör í minningu um Gest Pálsson og sigruðu Karl Þór Björnsson og Ingimundur Pálsson keppnina. Þann 5. apríl var spilaður einmenningur og mættu þá 16 manns í firmakeppni. Þar sigraði Guðbrandur Björnsson sem spilaði fyrir KB-banka á Hólmavík, í öðru sæti var Ingimundur Pálsson sem spilaði fyrir Orkubú Vestfjarða og Vignir Pálsson og Hannibal Helgason voru í 3.-4. sæti. Spilaði Vignir fyrir Grundarorku og Hannibal fyrir KB-banka á Hólmavík, en tveir keppendur spiluðu í nafni fyrirtækja sem veittu hæstu styrkina.

Eftirtalin fyrirtæki styrktu keppnina og þakkar Bridgefélagið þeim stuðninginn:

  • Broddaneshreppur
  • Hólmavíkurhreppur
  • KB banki Hólmavík
  • Sparisjóður Strandamanna
  • Grundarás ehf
  • Grundarorka ehf
  • Guðmundur Guðmundsson ehf
  • Höfðavík ehf
  • Hólmadrangur ehf
  • KSH, Hólmavík
  • MHM ehf
  • Orkubú Vestfjarða hf
  • Sjóvá Almennar

Myndir af sigurvegurum – ljósm. Ingimundur Pálsson