30/10/2024

Mikil umferð á Ströndum

Mikil umferð hefur verið um Strandir í dag og töluvert fleiri á leiðinni suður á bóginn heldur en norður. Klukkan 10 höfðu 480 bílar farið um Ennisháls samkvæmt talningu á vef Vegagerðarinnar og jafnast það á við bestu sumardaga. Þar var þá norðnorðaustan 8 metrar á sekúndu og 3 gráðu frost. Á sama tíma höfðu 394 farið um Steingrímsfjarðarheiði.