30/10/2024

Mikið skoðaðar fréttir 2008

Á áramótum er vinsælt að líta um öxl og skoða árið sem var að kveðja og það gerum við einnig hér á strandir.saudfjarsetur.is. Gamalt húsráð um ísbirni var vinsælasta greinin á strandir.saudfjarsetur.is á árinu 2008 og reyndar náði hún því að verða mest skoðaða fréttin á vefnum frá upphafi. Næst kom myndband af ískónginum Evgeni Plushenko og þriðja mest skoðaða atriðið var frétt og myndir um Vestfjarðavíkinga og kraftakeppni þeirra á Hólmavík. Þá kom myndband þar sem Unnar Ragnarsson ræddi um hákarlaveiðar og þar næst myndband frá öskudeginum á Hólmavík. Af aðsendum greinum var umfjöllun Sigurðar Atlasonar um olíuhreinsun á Vestfjörðum mest skoðuð.