05/11/2024

Mikið fjör í afmæli Bangsa

Það voru fjölmörg börn og enn fleiri bangsar sem mættu á Bangsadag í Bókasafninu á Hólmavík á mánudaginn og áttu þar notalega stund saman. Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri Strandabyggðar las sögu um afmælið hans Bangsa fyrir börnin og síðan var haldin afmælisveisla með dýrindis tertu. Allir mættu með bangsana sína, unga jafnt sem aldna, og samkvæmt óformlegri skoðanakönnun á staðnum er algengustu bangsanöfnin á Ströndum Óli og Max. Það voru frekar fáir ísbirnir á staðnum, en fjölmargir skógarbirnir, en einnig margir hundabangsar, tígrisdýrabangsar, kærleiksbirnir, selabangsar, hákarlabangsi, risaeðlubangsi og geimverubangsi.

1

bottom

frettamyndir/2008/580-bangsadagur9.jpg

frettamyndir/2008/580-bangsadagur7.jpg

frettamyndir/2008/580-bangsadagur5.jpg

frettamyndir/2008/580-bangsadagur4.jpg

frettamyndir/2008/580-bangsadagur2.jpg

Mikið fjör á bangsadegi – Ljósm. Jón Jónsson og Ásdís Jónsdóttir