29/03/2024

Miðjupunktur Íslands er fundinn

Landmælingar Íslands hafa nú reiknað út og staðsett miðju landsins. Þetta er spurning sem margir hafa velt fyrir sér í gegnum árin og aldirnar en nýjasta tækni hefur gert mögulegt að reikna þetta út með öruggum hætti. Með því að nota strandlínu IS 50V gagnagrunnsins gátu Landmælingar látið kortahugbúnað stofnunarinnar finna miðpunktinn. Hann er með staðsetninguna 64°59“11.4" N og 18°35“12.0" V. Eyjar í kringum Ísland voru ekki teknar með í útreikninginn. Hér að neðan sést miðpunkturinn á korti, sem fengið er á vef Landmælinga.

Hann er skammt norðan við Hofsjökul, austan undir Illviðrahnjúkum og ekki fjarri því að vera miðja vegu í loftlínu á milli skálanna Laugafells og Ingólfsskála.


Miðja landsins er skammt austan við Illviðrahnjúka, norðan Hofsjökuls