22/12/2024

Melasystur skemmta í Norðurfirði

Systurnar á Melum í Árneshreppi blása nú til stórtónleika í gömlu fjárhúsunum á Valgeirsstöðum í Norðurfirði föstudaginn 14. júlí. Þá munu Þorgerður, Árný og Ellen flytja lög úr öllum áttum fyrir æsta aðdáendur sem hafa þurft að bíða of lengi eftir endurkomu tríósins. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Aðgangseyrir er að eins kr. 1.000.- og það er posi á staðnum! Fríkeypis fyrir 14 ára og yngri! Myndin er fengin af Facebook síðu viðburðarins.