14/10/2024

Hide Your Fires – ljósmyndasýning á Galdrasafninu

Föstudagskvöldið 14. júlí kl. 20:30 verður opnuð ljósmyndasýning í Gallerý Galdri á Galdrasafninu á Hólmavík. Þar eru til sýnis myndir eftir Giní sem er frönsk myndlistarkona sem notar ljósmyndir sem skapandi ferli. Sýningin ber yfirskriftina Hide Your Fires og verður uppi í tvo mánuði, frá 15. júlí til 15. september 2017. Verkið er gert úr myndum, röð sjónarhorna á lífræn form, endurkast ljóss, sem aðeins er að finna á Íslandi. Himinn, landslag, gluggar, steinar og vatn blandast við flutning flöktandi andrúmslofts á mörkum draums og raunveruleika. Sýningin verður opnuð með gjörningi og tónleikum Töfie (sem er frönsk tónlistarkona) og tónlist frá DJ Dubix (franskur plötusnúður) síðar um kvöldið. Lesendur strandir.saudfjarsetur.is eru hvattir til að skella sér á sýninguna.